Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 197 . mál.


Nd.

1272. Nefndarálit



um frv. til l. um Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins.

Frá meiri hl. sjávarútvegsnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið á þremur fundum. Kynnti nefndin sér ítarlega og ræddi efnislega um þær breytingar sem gerðar voru á því í meðförum efri deildar. Kom Kristján Skarphéðinsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, á fund nefndarinnar. Nefndarmenn hafa einnig kynnt sér þær umsagnir sem bárust um frumvarpið, en þær komu frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Félagi Sambandsfiskframleiðenda, Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja, Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Landssambandi smábátaeigenda, Samábyrgð Íslands á fiskiskipum, Samtökum fiskvinnslustöðva og Sjómannasambandi Íslands.
    Þórhildur Þorleifsdóttir og Stefán Valgeirsson (um tíma varamaður hans, Jóhann A. Jónsson) sátu fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúar.
    Meiri hl nefndarinnar telur að breytingar þær sem gerðar voru á frumvarpinu í meðförum efri deildar séu til bóta og til þess fallnar að tryggja betur trausta atvinnu og jafna búsetu um land allt. Leggur meiri hl. til að frumvarpið verði samþykkt, með áorðnum breytingum.

Alþingi, 4. maí 1990.



Jón Sæmundur Sigurjónsson,


form., frsm.


Alexander Stefánsson.


Geir Gunnarsson.


Guðni Ágústsson.